Útgefið efni

Tilkynningar

Samband stjórnendafélaga er með sýningarbás hjá Verk og vit í Laugardalshöll dagana 8 - 11 mars 2018. Komið endilega við og sjáið stórmerkilega sýningu og flottasta básinn. IMG 1205

STF lg 2017Kjör fulltrúa launamanna í stjórn Birtu

Ný stjórn Birtu lífeyrissjóðs verður kjörin á ársfundi 2. maí 2018. Valnefnd launamanna í sjóðnum auglýsir nú eftir fulltrúum til að taka sæti í stjórninni kjörtímabilin 2018-2019 og 2018-2020.

Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo til eins árs auk varamanns til tveggja ára og varamanns til eins árs.

Þeir sem áhuga hafa á að gefa kost á sér til stjórnarsetu sendi umsókn ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi og starfsferilsskrá á tölvupóstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 16 þriðjudaginn 20. febrúar 2018.

Umsækjendur skili jafnframt útfylltu umboði sem veitir valnefndinni og þeim sem starfa í umboði hennar heimild til að nálgast fjárhagslegar upplýsingar og aðrar opinberar upplýsingar um viðkomandi í tengslum við mat á hæfi til setu í stjórn sjóðsins.

Viti þið að allt starfstengt nám er styrkt úr Starfs- og Menntasjóði STF.

Allir millistjórnendur eru hvattir til að styrkja þekkingu og  stöðu sína með því að stunda endurmenntunar nám, í boði er mikil fjöldi af námi sem hentar öllum millistjórnendum, má þar nefna eitt öflugasta nám sem skrifað hefur verið fyrir millistjórnendur, en það er 100% fjarnám sem kennt er nú frá Háskólanum á Akureyri, kynnið ykkur námið með því að fara inná   https://www.simenntunha.is/stjornendanam;  eða hringja í síma 460 8088 og tala við Stefán Guðnason verkefnastjóra.

Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Samtaka averkstj rnarn mskei 600x400tvinnulífsins (SA) og Sambands stjórnendafélaga (STF) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Starfsmenntasjóður Sambands stjórnendafélaga og Samtaka atvinnulífsins veitir allt að 80% styrk fyrir félagsmenn sína. Önnur stéttarfélög greiða í samræmi við réttindi sinna félagsmanna. 

Kynnið ykkur möguleika ykkar á stjórnendanámi. 

Í desember fengu allir félagsmenn STF og fyrirtæki send STF-tíðindi heim að dyrum. Hér má nálgast rafrænu útfgáfu blaðsins.

 

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.