Útgefið efni

Tilkynningar

02
júlí

Endurskoðun viðræðuáætlunar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samband stjórnendafélaga

Kjaraml 2Samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samband stjórnendafélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband stjórnendafélaga sammælast um að endurskoða viðræðuáætlun aðila sem undirrituð var 6. febrúar 2019. Aðilar munu ræða saman undir friðarskyldu með það að markmiði að ljúka endurnýjun kjarasamnings fyrir 15. september 2019.

  1. gr.

Viðræðutímabil

Aðilar eru sammála um að stefna að gerð nýs kjarasamnings fyrir 15. september 2019.

  1. gr.

Skipulag viðræðna

Á vettvangi heildarsamtaka opinberra starfsmanna er unnið að samkomulagi um launaþróunartryggingu, breyttu fyrirkomulagi vinnutíma og nálgun á endurskoðun veikindakafla kjarasamninga. Aðilar eru sammála um að þessi vinna sé umfangsmeiri en ráðgert var.

  1. gr.

Skipulag viðræðna og vinnubrögð

Aðilar eru sammála um að skipulagðar viðræður verði teknar upp að nýju í ágúst. Fundarefni, fundartími og lengd funda verður ákveðin hverju sinni. Stefnt skal að því að fundartími verði að jafnaði á milli kl. 9:00 og 16:00 á virkum dögum.

  1. gr.

Endurskoðun viðræðuáætlunar

Hafi aðilar ekki lokið endurnýjun kjarasamningsins fyrir 30. september 2019 eru þeir sammála um að meta stöðu viðræðna með tilliti til þess hvort viðræðum verði fram haldið á grundvelli endurskoðunar á viðræðuáætlun eða að málinu verði vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara

  1. gr.

Friðarskylda og eingreiðslur

Aðilar sammælast um að á gildistíma framlengdrar viðræðuáætlunar ríki friðarskylda.

Vegna þess er að framan greinir eru aðilar sammála um að greiða hverjum starfsmanni í fullu starfi sérstaka eingreiðslu að upphæð 110.000 kr., þann 1. ágúst 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall. Starfsmenn í fæðingarorlofi fá eingreiðslur. Starfsmenn í tímavinnu og starfsmenn í launalausu leyfi eiga ekki rétt á eingreiðslunni.

Það er sameiginlegur skilningur aðila að ofangreind fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hins endurnýjaða kjarasamnings og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum hans.

Reykjavík, 2. júlí 2019                                                                   

F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga

F.h. Sambands stjórnendafélaga

         Skúli Sigurðsson                                       Inga Rún Ólafsdóttir

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.