Útgefið efni

Greinar

16
júlí

Hvað felst í nýja kjarasamningnum milli VSSÍ og SA?

Kjarasamningur milli Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins
 -Samantekt-

Athugið að samninginn í heild sinni má nálgast á HÉR.

1. Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðbætur við aðalkjarasamning Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningur þessi gildir til 31. desember 2018 en þó með forsenduákvæðum. Sjá nánar í 6. kafla um samningsforsendur.

2. Launabreytingar á samningstímanum:

Launabreytingar 1. maí 2015

Launaþróunartrygging starfsmanna sem hófu störf 1. febrúar 2014 eða fyrr
Grunnhækkun launa við gildistöku samnings þessa er 7,2% fyrir starfsmann sem er með 300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda 1. febrúar 2014 eða fyrr. Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með 750.000 kr. laun. Launaþróunartrygging er því samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali sem er hluti samnings þessa. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið eftir 2. febrúar 2014. Hækkun launa og launatengdra liða samkvæmt ákvæði þessu getur aldrei verið lægri en 3,2%.

Launabreyting starfsmanna sem hófu störf 1. febrúar 2014 til 31. desember 2014
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 1. febrúar 2014 til loka desember 2014 og hækka þá laun hans og launatengdir liðir um 3,2% frá gildistöku samnings þessa.

Launasamanburður
Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Afkastatengd launakerfi
Launaþróunartrygging nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa. Kjaratengdir liðir kjarasamnings hækka um 7,2% nema um annað hafi verið samið.

Launabreytingar 1. maí 2016

Launaþróunartrygging starfsmanna sem hófu störf fyrir 1. maí 2015
Grunnhækkun launa 1. maí 2016 er 5,5% fyrir starfsmann sem hefur verið í starfi hjá sama launagreiðanda frá 1. maí 2015, að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá 2. maí 2015 til 30. apríl 2016.

Launabreyting starfsmanna sem hófu störf 1. maí 2015 til 31. desember 2015
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 1. maí 2015 til loka desember 2015 og hækka þá laun hans og launatengdir liðir um 3,2% frá 1. maí 2016.

Launasamanburður
Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Afkastatengd launakerfi
Launaþróunartrygging nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa. Kjaratengdir liðir kjarasamnings hækka um 5,5% nema um annað hafi verið samið.

Launabreytingar 1. maí 2017

Þann 1. maí 2017 hækka laun og launatengdir liðir um 3,0%.

Launabreytingar 1. maí 2018

Þann 1. maí 2018 hækka laun og launatengdir liðir um 2,0%.

3.                                                                Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
Á árinu 2015 kr. 78.000.
Á árinu 2016 kr. 82.000.
Á árinu 2017 kr. 86.000.
Á árinu 2018 kr. 89.000.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 verði orlofsuppbót kr. 42.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 verði orlofsuppbót kr. 44.500.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017 verði orlofsuppbót kr. 46.500.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2018 verði orlofsuppbót kr. 48.000.

4.                                                            Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ

Í grein 7.5. um starfsmenntasjóðs gjald komi: „0,4%“ í stað „0,3%“.

5.                              Samningsbundin fríðindi, bónusgreiðslur, orlofs- og veikindaréttur

Við grein 1.6.1. komi ný málsliður, sem verði 2. málsliður, 1. mgr.:
Verkstjóri/stjórnandi skal þó aldrei fá lægra en meðalbónus þeirra starfsmanna sem hann er að stýra.

Ný grein 1.6.3. Bakvaktarálög og vaktaálög orðist svo:
Um bakvaktarálög og vaktálög verkstjóra/stjórnenda fer eftir samskonar reglum og gilda um undirmenn þeirra skv. kjarasamningum.

Við 1. mgr. gr. 1.8.1 bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við 4. mgr. gr. 2.1. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við gr. 5.1. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við gr. 16.3. um námskeið og endurmenntun kom nýr málsliður við 1. málsgrein
og verði svohljóðandi: Um rétt stjórnanda til sækja námsskeið og fræðslu fundi
fer að öðru leyti eftir sömu reglum og gilda um undirmenn þeirra.

6.                                                                    Samningsforsendur

Kjarasamningur þessi hvílir á þremur meginforsendum sem eru að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum, að launastefna hans verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninginn.

Sérstök nefnd skipuð tveimur af SA og tveimur fulltrúum tilnefndum af samninganefndum þeirra félaga sem undirrituðu kjarasamninga við SA 29. maí 2015 skal taka þegar til starfa og meta hvort eftirfarandi forsendur hafi staðist:

Fylgiskjal 1 – launaþróunartrygging vegna launabreytinga 1. maí 2015

prufa

Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Aðkoma ríkisstjórnarinnar

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í tengslum við gerð þessa kjarasamnings er kveðið á um fækkun skattþrepa í tvö, lægra þrepið verður 22,5% í ársbyrjun 2017, auk útsvars, og efra þrep miðar við kr. 700 þúsund. Þessi breyting skilar umtalsverðum ávinningi fyrir félagsmenn með millitekjur.

adkoma rikisstjornar

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er einnig kveðið á um breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu. Á næstu fjórum árum verða byggðar 2.300 íbúðir eða 600 á ári. Ríki og sveitafélög leggja til 30% stofnfjár og segir í yfirlýsingunni að það framlag eigi að leiða til þess að leiga einstaklinga með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli af tekjum en 20-25%.

Önnur aðkoma ríkisstjórnar:

1. Jöfnun örorkubyrgði lífeyrissjóða
2. Niðurfelling tolla á fötum og skófatnaði
3. Kostnaður sjúklinga
4. Framhaldsfræðsla og starfsmenntun
5. Undanskot frá skatti
6. Vinnumarkaðsaðgerðir

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.