Útgefið efni

Greinar

Kjarasamningur milli Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins
 -Samantekt-

Athugið að samninginn í heild sinni má nálgast á HÉR.

1. Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðbætur við aðalkjarasamning Verkstjórasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Samningur þessi gildir til 31. desember 2018 en þó með forsenduákvæðum. Sjá nánar í 6. kafla um samningsforsendur.

2. Launabreytingar á samningstímanum:

Launabreytingar 1. maí 2015

Launaþróunartrygging starfsmanna sem hófu störf 1. febrúar 2014 eða fyrr
Grunnhækkun launa við gildistöku samnings þessa er 7,2% fyrir starfsmann sem er með 300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda 1. febrúar 2014 eða fyrr. Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með 750.000 kr. laun. Launaþróunartrygging er því samkvæmt meðfylgjandi fylgiskjali sem er hluti samnings þessa. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið eftir 2. febrúar 2014. Hækkun launa og launatengdra liða samkvæmt ákvæði þessu getur aldrei verið lægri en 3,2%.

Launabreyting starfsmanna sem hófu störf 1. febrúar 2014 til 31. desember 2014
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 1. febrúar 2014 til loka desember 2014 og hækka þá laun hans og launatengdir liðir um 3,2% frá gildistöku samnings þessa.

Launasamanburður
Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Afkastatengd launakerfi
Launaþróunartrygging nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa. Kjaratengdir liðir kjarasamnings hækka um 7,2% nema um annað hafi verið samið.

Launabreytingar 1. maí 2016

Launaþróunartrygging starfsmanna sem hófu störf fyrir 1. maí 2015
Grunnhækkun launa 1. maí 2016 er 5,5% fyrir starfsmann sem hefur verið í starfi hjá sama launagreiðanda frá 1. maí 2015, að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá 2. maí 2015 til 30. apríl 2016.

Launabreyting starfsmanna sem hófu störf 1. maí 2015 til 31. desember 2015
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 1. maí 2015 til loka desember 2015 og hækka þá laun hans og launatengdir liðir um 3,2% frá 1. maí 2016.

Launasamanburður
Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Afkastatengd launakerfi
Launaþróunartrygging nær ekki til launamanna sem starfa í afkastatengdum launakerfum þar sem laun vegna frammistöðu eru meginhluti launa. Kjaratengdir liðir kjarasamnings hækka um 5,5% nema um annað hafi verið samið.

Launabreytingar 1. maí 2017

Þann 1. maí 2017 hækka laun og launatengdir liðir um 3,0%.

Launabreytingar 1. maí 2018

Þann 1. maí 2018 hækka laun og launatengdir liðir um 2,0%.

3.                                                                Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
Á árinu 2015 kr. 78.000.
Á árinu 2016 kr. 82.000.
Á árinu 2017 kr. 86.000.
Á árinu 2018 kr. 89.000.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 verði orlofsuppbót kr. 42.000.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 verði orlofsuppbót kr. 44.500.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2017 verði orlofsuppbót kr. 46.500.
Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2018 verði orlofsuppbót kr. 48.000.

4.                                                            Starfsmenntasjóður SA og VSSÍ

Í grein 7.5. um starfsmenntasjóðs gjald komi: „0,4%“ í stað „0,3%“.

5.                              Samningsbundin fríðindi, bónusgreiðslur, orlofs- og veikindaréttur

Við grein 1.6.1. komi ný málsliður, sem verði 2. málsliður, 1. mgr.:
Verkstjóri/stjórnandi skal þó aldrei fá lægra en meðalbónus þeirra starfsmanna sem hann er að stýra.

Ný grein 1.6.3. Bakvaktarálög og vaktaálög orðist svo:
Um bakvaktarálög og vaktálög verkstjóra/stjórnenda fer eftir samskonar reglum og gilda um undirmenn þeirra skv. kjarasamningum.

Við 1. mgr. gr. 1.8.1 bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við 4. mgr. gr. 2.1. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við gr. 5.1. bætist nýr málsliður svohljóðandi:
Hafi stjórnandi ekki mannaforráð skal miða við kjarasamninga skrifstofufólks.

Við gr. 16.3. um námskeið og endurmenntun kom nýr málsliður við 1. málsgrein
og verði svohljóðandi: Um rétt stjórnanda til sækja námsskeið og fræðslu fundi
fer að öðru leyti eftir sömu reglum og gilda um undirmenn þeirra.

6.                                                                    Samningsforsendur

Kjarasamningur þessi hvílir á þremur meginforsendum sem eru að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum, að launastefna hans verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninginn.

Sérstök nefnd skipuð tveimur af SA og tveimur fulltrúum tilnefndum af samninganefndum þeirra félaga sem undirrituðu kjarasamninga við SA 29. maí 2015 skal taka þegar til starfa og meta hvort eftirfarandi forsendur hafi staðist:

Fylgiskjal 1 – launaþróunartrygging vegna launabreytinga 1. maí 2015

prufa

Við samanburð launa skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- eða aukagreiðslum hverju nafni sem þær nefnast, þ.m.t. fastri yfirvinnu.

Aðkoma ríkisstjórnarinnar

Í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í tengslum við gerð þessa kjarasamnings er kveðið á um fækkun skattþrepa í tvö, lægra þrepið verður 22,5% í ársbyrjun 2017, auk útsvars, og efra þrep miðar við kr. 700 þúsund. Þessi breyting skilar umtalsverðum ávinningi fyrir félagsmenn með millitekjur.

adkoma rikisstjornar

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er einnig kveðið á um breytingar á félagslega húsnæðiskerfinu. Á næstu fjórum árum verða byggðar 2.300 íbúðir eða 600 á ári. Ríki og sveitafélög leggja til 30% stofnfjár og segir í yfirlýsingunni að það framlag eigi að leiða til þess að leiga einstaklinga með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli af tekjum en 20-25%.

Önnur aðkoma ríkisstjórnar:

1. Jöfnun örorkubyrgði lífeyrissjóða
2. Niðurfelling tolla á fötum og skófatnaði
3. Kostnaður sjúklinga
4. Framhaldsfræðsla og starfsmenntun
5. Undanskot frá skatti
6. Vinnumarkaðsaðgerðir

Með samkomulagi árið 2008 milli Samtaka atvinnulífsins og Verkstjórasambands Íslands var stofnaður Starfsmenntasjóður þessara aðila. Með því var stigið mikilvægt skref til að bæta úr brýnni þörf á endurmenntun fyrir millistjórnendur í þessu landi. Í ljós hefur komið að Ísland hefur dregist aftur úr öðrum hvað varðar stjórnun í fyrirtækjum og á það ekki síst við um verkstjóra sem því miður hafa setið utan garðs hvað varðar alla grunn- og endurmenntun undanfarið á meðan aðrir starfshópar hafa fengið tækifæri sem hafa komið þeim og fyrirtækjunum vel. Enda þótt Verkstjórnarfræðslan á Keldnaholti hafið að mörgu leyti gegnt sínu hlutverki allvel í mörg ár þá þarf að efla hana mikið til þess að hún og aðrir sem sinna fræðslu verkstjóra geti staðið undir væntingum í nútíma samfélagi þar sem allt gengur út á að standast alþjóða samkeppni. Þess vegna var stofnun Starfsmenntasjóðsins merkur áfangi sem forstöðumenn málm- og véltæknifyrirtækja eru hvatir til að nýta sér til að auka hæfni verkstjóra sinna.

Marmið sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum bjóðist heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma. Þessar kröfur eru skilgreindar í reglum sjóðsins, sem setta voru saman til að meta styrkhæfni námsframboðs. Þar eru tíundaðar þær hæfnikröfur sem lagðar eru til grundvallar þegar úrskurðað er hvort námskeið sú styrkhæf. Samkvæmt vinnureglum sjóðsins skal umsækjandi skoða hvort tiltekið námskeið, sem hann hefur hug á að sækja, sé styrkhæft áður en hann gengur frá umsókn. Í þessum ruglum er einnig getið um hverjir eiga rétt á styrk, hámark kostnaðar sem sjóðurinn greiðir fyrir þátttöku á námskeiðum og fleiri atriði.

Þeim sem hyggjast sækja um styrk úr sjóðnum er bent á að kynna sér framangreindar reglur og sækja síðan um á eyðublaði sem finna má hér.

 

Ingólfur Sverrisson. 2010. Endurmenntun verkstjóra í brennidepli. Málmiðnaður, Fréttaauki íslensk iðnaðar. 1.tbl. 16.árg

Í reglugerð Starfsmenntasjóðs SA og STF er gert ráð fyrir að fyrirtæki sem greiða starfsmenntagjald til STF og hafi gert að lágmarki í sex mánuði af viðkomandi einstaklingi  geti sótt um styrk til sjóðsins ef verið er að endurmennta verkstjóra-/stjórnanda og gera að betri stjórnendum. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg, nokkuð er um að fyrirtæki hafa nýtt sér þennan möguleika. Fyrirtæki sem það vilja geta senda námskrá námskeiðs og kennitölu þess sem sótt er um til STF.  Þar er umsóknin er metin hvort hún sé styrk hæf og henni svarað.  Eru forráðamenn fyrirtækja hvattir til að kynna sér þennan möguleika til endurmenntunar stjórnenda sinna.   

 Kristján Örn Jónsson,

Framkvæmdastjóri VSSÍ.

 

Menntunarsjóður SA og STF hefur úthlutað styrkjum frá síðustu áramótum. Ánægjulegt er hvað margir stjórnendur eru að sækja sér endurmenntun. Þetta eru dýr nám sem eykur möguleika þeirra á vinnumarkaði. Við finnum að umsækenndur um styrk til endurmenntunar hefðu gjarnan viljað að styrkurinn væri hærri, en engu að síður eru þeir þakklátir fyrir það sem við erum að gera.   Ákveðið var að fara varlega af stað með upphæð styrkja og auka heldur í eftir fjárhagslegri getu sjóðsins. Vonast er til að við endurmat sjóðsins um áramót verði hægt að auka styrkupphæðir. Það er nýmæli að fyrirtæki geta sótt um námstyrki úr þessum sjóði ef þau senda stjórnendum til náms sem eykur hæfni þeirra í starfi. Það þarf að kynna fyrirtækjum  þennan möguleika, skilyrði fyrir styrk er að viðkomandi fyrirtæki greiði endurmenntunargjald til STF vegna þessara einstaklinga. Ásókn í eldri menntunarsjóð STF hefur verið jöfn og góð. Aukning er í starfstengt nám og hefur verið samin reglugerð fyrir menntunasjóðinn, spurning hvort ekki eigi að útvíkka reglugerð hans þannig að hún taki víðara svið. Reglugerðir beggja sjóða verða endurskoðaðar um áramót, vonandi verður í framhaldinu hægt að mæta kröfu félagsmanna um hærri menntunarstyrki.

Kveðja,

Jóhann Baldursson,

framkvæmdastjóri STF.

 

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.