Útgefið efni

Fréttir

03 mynd af tlvuKjarasamningar:

Staðan er þessi í dag 7.nóv 2019. Það er lítið að frétta af samningaviðræðum við Ríkið, Sveitafélög og fleiri aðila.
Leyfum ykkur að fylgjast með.
Samninganefnd STF.

Utskrif SF 16082019 Föstudaginn 16.08.2019 var haldið útskriftar veisla þar sem 12 nemendur voru útskrifaðar, eftir að þeir höfðu lokið Stjórnendanáminu sem kennt er frá Háskólanum á Akureyri.    Stjórnendanámið skiptist í 6 lotur þar sem hver lota skiptist í vikulanga áfanga ( 6-13) eða alls 62 áfanga. Hver áfangi byggir á lærdómsviðmiðum; þekkingu og leikni sem       nemendur eiga kost á að öðlast að áfanga loknum.

 Áfanginn byggist á:

 •  Kynningu á áfanganum (myndband).
 • Fyrirlestri. Glærur með innlestri kennara.
 • Samskiptum nemenda og kennara á ZOOM í rauntíma.
 • Nemendaverkefnum sem byggjast á lærdómsviðmiðum áfangans.
 • Fyrirspurnum til kennara og svörum á neti.
 • Námsmat („prófi“).
 • Áfangamat (mat nemenda á inntaki og miðlun áfangans).
 • Lotumat (mat nemenda á inntaki og uppbyggingu hverrar lotu).

Stjórnendanámið er samstarfsverkefni

Starfsmenntasjóður SA og STF:

 • Stofnaður með samningi SA og VSSÍ 1.7.2008.
 • „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum innan aðildarfélaga hans bjóðist ávallt heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma.“
 • Með hugtakinu verkstjórar er átt við stjórnendur / milli stjórnendur sem eru aðilar að sjóði þessum og greiða til hans tilskilin gjöld.“

Frá verkstjóranámskeiðum til Stjórnendafræðslu:

 • Verkstjóranámskeið voru sett á laggirnar með stofnun Iðnaðarmálastofnunar Íslands árið 1953.
 • Sett voru lög um verkstjórnanámskeið nr. 49/1961 sem eru enn í gildi.
 • Reglugerð nr. 178/1962 var sett með stoð í lögunum.
 • Verkstjóranámskeið voru rekin á Iðnaðarmálastofnun, síðan Iðnþróunarstofnun, svo Iðntæknistofnun og loks Nýsköpunarmiðstöð.
 • Háskólinn á Akureyri tók við umsýslu starfseminnar 2017.
 • Nafninu var þá breytt í Stjórnendafræðslu.
03 mynd af tlvuYFIRLIT:  Verð fyrir lotu er 180.000 kr. Hægt er að greiða með kreditkorti eða bankakröfu. 

Ef greitt er fyrir 15. ágúst 2019 er veittur 20. þúsund króna afsláttur. 

Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"

Lota 1 snýr að þér sem stjórnanda, hvernig þú getur unnið með þína hæfileika og hvernig þú getur bætt þína veikleika.

EFNISSKRÁ

Lota 1 

Ég - Stjórnandinn / millistjórnandinn  

 

1.1

Inngangur- Gögn og upplýsingar.
Kennari: Stefán Guðnason

 

1.2

Þekking, leikni og hæfni. Afla, greina og miðla. 
Námstækni. Sjálfsnám, endurmenntun, símenntun.
Kennari: Auðbjörg Björnsdóttir

 

1.3

Stjórnandi/leiðtogi - Ábyrgð, stjórnunarstíll og menning fyrirtækja.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 
1.4 Rökfærsla, tjáning, framsögn og ritaður texti.
Kennarar: Edda Björgvinsdóttir og Björgvin Franz Gíslason
 

1.5

Samræður, spurningar og samningar.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 

1.6

Yfirmenn. Sálfræðilegi samningurinn.
Kennari: Þórður S. Óskarsson 

 

1.7

Breytingar og viðhorf til þeirra.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

 

1.8

Vinna undir álagi.
Kennari: Þórður S. Óskarsson

 

1.9

Skipulag vinnumarkaðar og kjarasamningar.
Kennari: Jón Rúnar Pálsson

 

1.10

Réttindi stjórnenda og millistjórnenda skv. kjarasamningum.
Kennari: Jón Rúnar Pálsson

 

1.11

Hæfni stjórnenda og annarra millistjórnenda.
Kennari: Steinunn Ketilsdóttir

Kjaraml 2Kosning um kjarasamninga milli STF og SA er hafinn,
Allir félagsmenn sem fá send skilaboð í formi SMS og maili eru hvattir til að nýta sér atkvæða rétt sinn. þið einfaldlega skráið ykkur inn á linkinn stf.is/kosning og þá kemur upp gluggi þar sem þið notið íslykil eða rafrænskilríki.
Gangi ykkur vel.