Útgefið efni

Fréttir

15
september

39. Sambandsþing á Grand Hótel í Reykjavík.

39. Sambandsþingi STF var haldið á Grand Hótel í Reykjavík 11.september síðastliðinn. Á þingið mættu 59 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum ásamt starfsmönnum sambandsins og embættismönnum og blaðamanni. Þingið var í styttra lagi þetta árið og útskýrist það helst af Covid varúðarráðstöfunum. Það þótti vissara að vera ekki að bjóða uppá aðstæður sem myndu skapa hættu á sóttkví og smitum. Því var ákveðið að þingið yrði vinnu- og afgreiðsluþing. 
Þingið var því stutt og hnitmiðað. Helstu málin sem þurfti að leysa úr var kosning um lagabreytingar frá laganefnd STF. Lagabreytingin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
 Þá var kosning um forseta sambandsins þar sem í kjöri voru þrír frambjóðendur. Rögnvaldur Snorrason formaður Bergs félags stjórnenda, Skúli Björnsson varaforseti STF og Jóhann Baldursson framkvæmdastjóri STF. Féllu atkvæði þannig að Jóhann Baldursson hlaut afgerandi kosningu í kjör forseta. Óskum við honum til hamingju með kjörið um leið og við þökkum fráfarandi forseta Skúla Sigfúsi Sigurðssyni fyrir sín störf í þágu sambandsins.  
Skipuð var ný stjórn STF og fyrsti stjórnarfundur haldinn og stillt upp í nefndir. 
Eyþór Óli kynningar- og menntafulltrúi hélt erindi um kynningar- og orlofsmál og framtíðarstefnu í þeim málaflokki. Ítrekaði hann skoðun sína á að vinna þyrfti að frekari samræmingum í þeim málum. Þá hvatti hann félögin til frekara samstarfs til að gera félögin og sambandið í heild sterkari einingu í samkeppni um félagsmenn á landsvísu. 
Formaður KSF (Kynningar – Framtíðar – Samskipta) nefndar fór yfir punkta úr nefndinni. Þingfulltrúar unnu verkefni um framtíðarmál í hópum á sínum borðum. KSF nefnd mun svo vinna með þá punkta í sinni vinnu í framtíðinni. 
Jón Ólafur formaður sjúkrasjóðs sem lét af störfum á þinginu var einnig heiðraður fyrir sín störf og var hann að mæta á sitt 19.þing. Við óskum honum góðs gengis í framtíðinni og þökkum hans óeigingjarna framlag í okkar þágu í gegnum tíðina. 
Veitt voru verðlaun fyrir aukningu á félagsmönnum til Bergs félags stjórnenda á Norðurlandi eystra. Rögnvaldur Snorrason tók á móti verðlaununum og hélt tölu. Félagafjölgun hjá Berg var 18.6% á milli þinga og telst það frábær árangur. Brú félag stjórnenda í Reykjavík var í öðru sæti með 11.5% fjölgun á milli ára. Bikarinn verður því á Akureyri fram að næsta þingi. En Rögnvaldur hafði orð á því að leggja ætti þessi verðlaun af og vinna að því að sækja fram í heild á landsvísu. Ekki ætti að veita verðlaun til einstakra félaga heldur styrkja samvinnu félaga á milli.  
Við þökkum öllum sem komu að þinghaldinu og vonum að haldið verði áfram með stefnumótun og samræmingar fyrir hagsmuni hins almenna félagsmanns að leiðarljósi.STF 39 mynd