Útgefið efni

Fréttir

22
júní

Stjórnendanámið uppfært.

STF nam uppfaert

Unnið hefur verið að því að betrumbæta og straumlínulaga stjórnendanám STF og SA með tilliti til þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði síðustu ár. Námið er kennt hjá Símenntun Háskólans á Akureyri. Sérstakur verkefnastjóri yfir náminu var ráðinn hjá STF sem hefur umsjón með uppstillingu námsins. Hann heitir Þór Clausen og er gríðarlega reynslumikill í kennslustjórn og námsskipulagningu. Námið er stöðugt í þróun hjá okkur og hefur verið farið í skipulagsbreytingar á því að undanförnu. 

Helst er að nefna að Lota 2 sem hefur verið kennd í 2 hlutum verður eftir breytingar kennd í einu lagi. Því er námið orðið 5 lotur einsog til stóð í upphafi. Þetta verður til mikilla hagsbóta fyrir bæði nemendur og kennara námsins. 
Einnig hefur verið farið yfir ákveðna áfanga og sameinaðir áfangar með svipuðu námsefni og búnir hafa verið til nýjir sem snúa að þróun í atvinnulífinu. Við höfum lagt í þetta mikla vinnu til að halda gæðum námsins í hæsta gæðaflokki. Við hjá STF og SA erum svo sannarlega stolt af því að getað boðið uppá svona glæsilegt nám. Við heyrum líka hjá fyrirtækjum sem sent hafa sína stjórnendur í námið okkar að þeir uppskera ríkulega og fá tilbaka hæfari stjórnendur. Eru til að mynda nokkur fyrirtæki sem setja það sem skilyrði að stjórnendur og verðandi stjórnendur þeirra verði að sækja stjórnendanámið. 
Við getum því klappað okkur á bakið fyrir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta. Niðurstaðan er ánægjuleg þegar litið er á árangurinn sem hefur áunnist með stjórnendanáminu fyrir einstaklinginn og atvinnulífið. 
 
Vert er að taka fram að Símenntun HA sem séð hefur um kennslu og utanumhald á náminu hefur fengið virkilega góða einkunn á alla þeirra framkvæmd. Rétt er að nefna að í vor var síðan skrifað undir nýjan 6 ára samning við Símenntun HA um áframhaldandi kennslu. Því hefur rekstargrundvöllur námsins verið tryggður góður farvegur næstu 6 ár.