Útgefið efni

Fréttir

22
júní

Stjórnendanámið Nýr samningur

STF nam samningur
Nýr samningur um stjórnendanámið undirritaður
 
Nú hefur verið undirritaður nýr samningur um kennslu á stjórnendanáminu. SA og STF hafa náð samningum við Símenntun Háskólans á Akureyri um kennslu og rekstur stjórnendanámsins til næstu 6 ára. Símenntun HA hefur séð um kennslu og utanumhald námsins undanfarin ár og hafa unnið það af stakri prýði. Við erum því mjög glöð að hafa tryggt að áfram verði námið í hæstu gæðum í góðum höndum. Námið hefur tekið breytingum ár frá ári í takt við þarfir atvinnulífsins hverju sinni og er mikil ánægja hjá nemendum sem farið hafa í stjórnendanámið.