Útgefið efni

Fréttir

03
júlí

Nýr kjarasamningur milli STF og Samband íslenskra sveitafélaga

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitafélaga er i höfn, við vorum að skrifa undir nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. jan 2020 til 30 sept. 2023. Þessi kjarasamningur er að fara í atkvæðagreiðslu, þeir sem hafa rétt til að greiða atkvæði um þennan samning eru starfsmenn Sveitafélaga.

AP Media sér um að senda SMS á alla þá sem við höfum símanúmer hjá, en þannig fáið þið sendan link sem þið opnið og greiðið atkvæði um kjarasamninginn. Kjarasamningurinn verður líka aðgengilegur svo þið getið kynnt ykkur samninginn áður en þið svarið. Gangi ykkur vel. Atkvæða greiðslu lýkur mánudaginn 13. júlí 2020 kl. 12:00.

Samninganefnd STF