Útgefið efni

Fréttir

19
ágúst

Úskrift eftir 6 Lotu nám úr Stjórnendafræðslunni kennt frá HA.

Utskrif SF 16082019 Föstudaginn 16.08.2019 var haldið útskriftar veisla þar sem 12 nemendur voru útskrifaðar, eftir að þeir höfðu lokið Stjórnendanáminu sem kennt er frá Háskólanum á Akureyri.    Stjórnendanámið skiptist í 6 lotur þar sem hver lota skiptist í vikulanga áfanga ( 6-13) eða alls 62 áfanga. Hver áfangi byggir á lærdómsviðmiðum; þekkingu og leikni sem       nemendur eiga kost á að öðlast að áfanga loknum.

 Áfanginn byggist á:

 •  Kynningu á áfanganum (myndband).
 • Fyrirlestri. Glærur með innlestri kennara.
 • Samskiptum nemenda og kennara á ZOOM í rauntíma.
 • Nemendaverkefnum sem byggjast á lærdómsviðmiðum áfangans.
 • Fyrirspurnum til kennara og svörum á neti.
 • Námsmat („prófi“).
 • Áfangamat (mat nemenda á inntaki og miðlun áfangans).
 • Lotumat (mat nemenda á inntaki og uppbyggingu hverrar lotu).

Stjórnendanámið er samstarfsverkefni

Starfsmenntasjóður SA og STF:

 • Stofnaður með samningi SA og VSSÍ 1.7.2008.
 • „Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starfandi verkstjórum innan aðildarfélaga hans bjóðist ávallt heilstæð grunn- og endurmenntun sem uppfyllir þekkingarkröfur sem verkstjórar þurfa að búa yfir á hverjum tíma.“
 • Með hugtakinu verkstjórar er átt við stjórnendur / milli stjórnendur sem eru aðilar að sjóði þessum og greiða til hans tilskilin gjöld.“

Frá verkstjóranámskeiðum til Stjórnendafræðslu:

 • Verkstjóranámskeið voru sett á laggirnar með stofnun Iðnaðarmálastofnunar Íslands árið 1953.
 • Sett voru lög um verkstjórnanámskeið nr. 49/1961 sem eru enn í gildi.
 • Reglugerð nr. 178/1962 var sett með stoð í lögunum.
 • Verkstjóranámskeið voru rekin á Iðnaðarmálastofnun, síðan Iðnþróunarstofnun, svo Iðntæknistofnun og loks Nýsköpunarmiðstöð.
 • Háskólinn á Akureyri tók við umsýslu starfseminnar 2017.
 • Nafninu var þá breytt í Stjórnendafræðslu.
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.