Útgefið efni

Fréttir

28
nóvember

Fara stjórnendur í verkfall.

Kjarasamningar eru nú að losna hver af öðrum á næstu mánuðum. Það er rétt að geta þess að það er mikið spurt um það hvort stjórnendur/verkstjórar fari í verkfall. Lögfræðingur okkar Lára V. Júlíusdóttir hrl, leggur þennan skilning í hvort stjórnendur/verkstjórar fari í verkfall. ´´Stjórnendur/verkstjórar eru sérstakir trúnaðarmenn á vinnustað. Þeim er heimilt að vinna venjubundin stjórnunarstörf í verkfalli verkafólks. Þeim er skylt að gæta þess að verðmæti sem þeim er falin umsjón með og verj það skemmdum. Í lögum félaga innan Samband stjórnendafélaga er tekið fram að félagsmenn séu algerlega hlutlausir í kaupdeilum, hvort sem um er að ræða verkföll eða verkbönn. Í kjarasamningum þeirra er einnig að finna ákvæði um að eigi skuli verkföll eða verkbönn ein út af fyrir sig skerða rétt stjórnenda/verkstjóra til þess að fá kaup hjá vinnuveitanda, enda er honum eftir sem áður skylt að gæta þess verðmætis sem honum er trúað fyir og hefur umsjón með og verja það skemmdum,, tilvitnun lýkur. Ef boðað er til verkfalls þá fara þeir stjórnendur ekki í verkfall sem taka laun eftir kjarasamingi STF og SA og eru sannalega stjórnendur. Þetta ákvæði verður að vera skráð í ráðningarsamning hjá viðkomandi stjórnendum.01 verkfall

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.