Útgefið efni

Fréttir

12
júní

Ný persónuverndarlög og stefna.

Samkomulag.odtNý persónuverndarstefna. Eins og öllum má vera kunnugt eru miklar breytingar fram undan varðandi reglur um persónuvernd. Ný Evrópulöggjöf (GDPR) tók gildi í Evrópu þann 25. maí sl. og verður lögfest á Íslandi í júní 2018. Samkvæmt reglunum er mikilvægt að allir þeir sem vinna með persónugreinanlegar upplýsingar gæti að því hvernig vinnslan fer fram og tryggi að aðgangur að upplýsingum sé takmarkaður.  Samband stjórnendafélaga tekur þessum breytingum fagnandi og stefnir á að samþykkja nýja persónuverndarstefnu á grundvelli þessara nýju reglna eins fljótt og kostur er. Samband stjórnendafélaga mun leggja mikla áherslu á að tryggja  öryggi hvað varðar persónuvernd félagsmanna sinna. Samband stjórnendafélaga er að vinna í innleiðingu á þessum nýju reglum og hvetur alla félagsmenn til að fylgjast með næstu skrefum. Persónuverndarstefnu okkar verður fljótlega að finna á heimasíðunni.                         http://stf.is/

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.