Útgefið efni

Fréttir

Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst árið 2019 og stendur enn, þróun efnahagsmála og launa.
 
Kynningin verður í formi fjarfundar sem streymt verður í gegnum heimasíðu Kjaratölfræðinefndar, www.ktn.is. Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnir skýrsluna og gerir grein fyrir helstu atriðum hennar og niðurstöðum. Þá mun Margrét K. Indriðadóttir frá Hagstofu Íslands fjalla um áhrif vinnutímastyttingar á laun. Meðal nýjunga í skýrslunni er samanburður á launaþróun karla og kvenna, og á launaþróun innflytjenda og annarra. Tekið verður við fyrirspurnum á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. meðan á fundinum stendur. Fundarstjórn verður í höndum Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara. 
 
Í nefndinni sitja fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkis og sveitarfélaga, auk fulltrúa forsætisráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og Hagstofu Íslands. Vorskýrslan er önnur skýrsla nefndarinnar, en gert er ráð fyrir framvegis komi út tvær á ári – vor og haust.
 
Skýrslan og tölfræðigögn verða aðgengileg á vef Kjaratölfræðinefndar www.ktn.is frá 30. apríl nk. Það er von nefndarinnar að sá grunnur upplýsinga og tölfræðigagna sem settur er fram í skýrslunni nýtist haghöfum vel.Salary Satisfaction Dice
19
apríl


Ferðaávísun

Flugleiðarhótelin sem innihalda Icelandair Hótel og Hótel Eddu eru nú komin inn í Ferðaávísun. 

Við bjóðum þau velkomin í hóp þeirra fjölmörgu gistimöguleika sem nú eru í boði í gegnum Ferðaávísun. 

Opið kort yfir úrval má finna á felag.is/kort en verð eru aðeins sýnileg á lokuðum vef hvers félags.

   

Við vonum að þessar upplýsingar nýtist ykkur. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða beiðnir þá endilega hafið samband við okkur með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Orlofsuppbót 2021

Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2021.

Samkvæmt samningi við SA                                               52.000. kr.   1. maí samningur 2021

Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg                          52.000 kr.   1. maí samningar 2021

Samkvæmt samningi við sveitarfélögin                               51.700 kr.    1. maí samningar 2021

Samkvæmt samningi við Ríkið                                            52.000. kr.   1. maí  samningar 2021

Orkuveita Reykjavíkur                                                         52.000. kr.   1. maí samningar 2021

Faxaflóahafnir                                                                     52.000. kr.    1. maí samningar 2021

                       Desemberuppbót 2021

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf er:.

Almennum markaði er þ.e SA                                         96.000 kr.  1. des 2021

Orkuveita Reykjavíku                                                   111.300 kr.  1. des 2021

Faxaflóahafnir                                                                111.300 kr.  1. des 2021

Reykjavíkurborg                                                             106.100 kr. 1. des 2021

Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkisjóðs                 96.000 kr.  1. des 2021

Sveitafélögin                                                                 121.700 kr.  1. des 2021

 

Skráðu þig í allar loturnar í Stjórnendanáminu með einni greiðslu. 

Hægt er að taka námið á einu og hálfu ári en nemendur hafa í mesta lagi þrjú ár til að klára allar loturnar. 

Endurmenntun fyrir stjórnendur og millistjórnendur

Kröfur í nútíma rekstri eru miklar og veröldin breytist á ógnarhraða. Því er nauðsynlegt að hafa yfirgripsmikla þekkingu til að sinna starfinu sem skyldi.

Vinnumarkaðurinn þarf stjórnendur og millistjórnendur sem hafa rétt verkfæri á höndum sér til að bregðast við breytingum jafnhratt og þær koma. Ef eina verkfærið í boði er hamar verða öll vandamálin nagli. Með því að búa yfir góðri verkfærakistu er hægt að bregðast við ólíkum vandamálum á mismunandi hátt sem leiðir af sér betri og skilvirkari stjórnun.

Námið veitir:

 • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
 • Aukið sjálfstraust
 • Meiri starfsánægju
 • Aukin tækifæri á vinnumarkaði
 • Engar forkröfur um menntun
 • Unnið er með raunveruleg viðfangsefni sem veita nemendum aukna færni í starfi
 • Farið er yfir stjórnun, verkstýringu og mannaforráð
 • Námsmat tekur tillit til ólíkra þarfa nemenda
 • Þátttakendur hafa möguleika á að klára öll námskeiðin á tveimur árum
 • Námið er að öllu leyti kennt í fjarnámi
 • Styrkhæft hjá fræðslusjóðum 
DAGSKRÁ

Upplýsingar um lotur

Námið samanstendur af fimm sjálfstæðum lotum. Æskilegt er að ljúka lotu 1 áður en lota 2 er tekin en það er þó ekki skylda.
Hver lota skiptist í áfanga sem eru mismargir eftir lotum. Hver áfangi hefst á sunnudegi og tekur eina viku. Gert er ráð fyrir að nemendur verji um 10 klst. í nám og verkefnavinnu í hverri viku. Hóparnir hittast reglulega í gegnum internetið og hafa greiðan aðgang að kennurum á meðan á námi stendur.

LOTURNAR ERU EFTIRFARANDI:

Lota 1: Ég - stjórnandinn/millistjórnandinn

 • 11 vikur
 • Fjallar um einstaklinginn í þeirri stöðu sem hann gegnir; „hvers vegna er ég hér", „hversu hæfan tel ég mig vera og hvað þarf ég til að auka hæfni mína?" og „Hver er afstaða mín til fyrirtækis, yfirmanna, samstarfsmanna og undirmanna?"

Lota 2 er tvískipt og telur samtals 22 vikur.

Lota 2.1: Mannauðsstjórnun

 • 10 vikur.
 • Fjallar um meginatriði mannauðsstjórnunar, bæði í skipulagseiningu (deild, sviði, útibúi) og skipulagsheild (fyrirtæki, stofnun).

Lota 2.2: Heilsufar og atferli starfsmanna

 • 12 vikur.
 • Fjallar um starfsaðstöðu, velferð (s.s. öryggismál, heilsufar), fjarvistir og ýmis vandamál sem fyrirtæki og starfsmenn glíma við - ásamt lausnum.

Lota 3: Fyrirtækið – Skipulag

 • 14 vikur.
 • Fjallað um innra skipulag fyrirtækja sem stjórnandi/millistjórnandi þarf að hafa þekkingu á og hæfni til að takast á við hverju sinni, s.s stjórnkerfisskipulag og ákvarðanatöku á þeim vettvangi, formlegt starfsmannahald, gæðakerfi, öryggismál á vinnustað og viðhald tækja, einkum með tilliti til öryggis og framleiðni.

Lota 4: Fyrirtækið – Rekstur

 • 7 vikur.
 • Stjórnendur / millistjórnendur eru leiddir í gegnum þau atriði í rekstraráætlunum sem þeir þurfa að standa klárir á. Þetta lýtur að markmiðum, ferlum, framleiðnimælingum, hagræðingu og tölulegum rekstrarupplýsingum.

Lota 5: Fyrirtækið í nútíð og framtíð

 • 5 vikur.
 • Sjónum beint að fyrirtækinu í nær- og fjærumhverfi sínu, eigendum, viðskiptavinum, keppinautum, birgjum, stofnunum og stjórnvöldum. Fjallað er um þessa þætti í ljósi stefnu skipulagseiningar, t.d. umhverfis- og samfélagsstefnu.