Útgefið efni

Fréttir

Ferðaávísanir komnar í sölu

Á orlofsvef STF https://www.orlof.is/vssi/ er nú hægt að kaupa ferðaávísun Ávísunun er inneign sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmögum samstafsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er.

Hafir þú áhuga á að kynna þér ferðaávísanir þá ferð þú á Orlofsvef https://www.orlof.is/vssi/ og þar smellir þú á innskráningu (efst í hægra horni) og notar rafræn skilríki eða íslykil.

Þegar innskráningu er lokið velur þú ,,FERÐAÁVÍSUN´´ og ,,Kaupa ferðaávísun´´. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun með því að smella á þrjú strik efst í vinstra horni.

ATHUGIÐ! Nauðsynlegt er að kanna hvort það séu laus herbergi á réttum tíma og réttum stað og bóka gistingu.

Samband stjórnendafélaga getur ekki ábyrgst að gistirými sé laust þegar félagsmaður hyggst nota ávísunina. Handhafi ávísunar þarf sjálfur að bóka herbergi og gangast undir bókunarskilmála hvers samstarfsaðila. Komi upp ágreiningur vegna veittrar þjónustu skal beina því erindi til viðkomandi samstarfaðila. Seljandi ferðaávísunar ábyrgist ekki gæði þjónustu samstarfsaðilanna.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Ríkissjóð lauk föstudaginn 29 maí. Alls voru 61 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim tóku 54,1% afstöðu til kjarasamningsins.

Kjarasamningurinn er því samþykktur af hálfu félagsins.

 Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna þá viljum við minna félagsmenn okkar á að nýta og nota Heimasíðu STF https://www.stf.is/ eða hafa samband í síma 553 5040 (símatími er frá kl. 09:00 – 15:00.) til að eiga samskipti við skrifstofu Samband stjórnendafélaga.

Starfsfólkið biður félagsmenn að virða þær leiðbeiningar sem er að finna á

Ítarlegar upplýsingar um COVID-19 er að finna á vef landlæknis

Áhættumat og forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu - Leiðbeiningar Vinnueftirlitsins

COVID-19 Handþvottur

Að gefnu tilefni vill Samband stjórnendafélaga taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem er gert að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, það er að skoðun STF að við þessar aðstæður virkjast veikindaréttur vegna sjúkdóms eða vegna hættu á því að verða óvinnu fært vegna hans. Þau forföll eru greiðsluskyld skv. ákvæðum kjarasamninga og laga.

COVID 19 - spurt og svarað

Ríkisstjórn Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um aðgerðir til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19 veirunnar hér á landi með því að tryggja að einstaklingar geti fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.

Mikill fjöldi launafólks hefur að tilmælum yfirvalda farið í sóttkví sem felur það í sér að það getur ekki sótt vinnu auk þess sem öll samskipti eru takmörkuð. Slíkt felur í sér mikla röskun á högum og daglegu lífi. Miklir samfélagslegir hagsmunir eru fólgnir í því að sóttkví sé haldin og hægt á útbreiðslu veirunnar. Af þeim ástæðum verður að tryggja að það launafólk sem sætir sóttkví  þurfi ekki að óttast um afkomu sína meðan á henni stendur.

Aðilar hafa því orðið ásáttir um eftirfarandi:

  1. Samtök atvinnulífsins munu beina þeim tilmælum til atvinnurekenda að laun verði greidd til einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda.
  2. Samband stjórnendafélaga mun beina þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að sjóðfélagar í sjúkrasjóðum þeirra sem sýkjast njóti óskertra greiðslna úr sjóðunum að tæmdum veikindarétti.
  3. Stjórnvöld munu beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á lögum um sjúkratryggingar í þá veru að atvinnurekendi, sem greiðir launamanni sem sætt hefur eða mun sæta sóttkví laun, geti krafið sjúkratryggingar um endurgreiðslu kostnaðar að ákveðnu hámarki séu tilteknar aðstæður fyrir hendi eins og til dæmis að launamaður geti ekki sinnt vinnu heiman frá sér.

Meðan á sóttkví stendur reynir ekki á veikindarétt almenns launafólks, frekar en opinberra starfsmanna, en sjúkrasjóðirnir þurfa að vera reiðubúnir til að taka við þeim sem veikjast og tæma veikindarétt sinn af þeim ástæðum.

Yfirlýsing forsætisráðuneytisins.  

Ítarlegar upplýsingar um COVID-19 er að finna á vef landlæknis

Áhættumat og forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu - Leiðbeiningar Vinnueftirlitsins

COVID-19 Handþvottur

 

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.