Útgefið efni

Fréttir

Kjarasamningar milli Ríkisins og STF voru undirritaðir 18. maí 2020. Atkvæðagreiðsla fór fram á meðal þeirra sem taka laun eftir þessum kjarasamningi sem lauk 29. maí kl. 16:00. Niðurstaðan var að 54.1 % tóku þátt í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana, Já sögðu 78.79%, nei sögðu 21.21%.

 

Kjarasamninginn er að finna á heimasíður STF https://www.stf.is/kjaramal/samningar

 

Ferðaávísanir komnar í sölu

Á orlofsvef STF https://www.orlof.is/vssi/ er nú hægt að kaupa ferðaávísun Ávísunun er inneign sem þú getur notað til að greiða fyrir gistingu hjá einhverjum af fjölmögum samstafsaðilum okkar. Þú ert ekki skuldbundinn til að nota ávísunina á tilteknu hóteli/gistiheimili, eftir að hún hefur verið keypt. Upphæðina getur þú notað hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er.

Hafir þú áhuga á að kynna þér ferðaávísanir þá ferð þú á Orlofsvef https://www.orlof.is/vssi/ og þar smellir þú á innskráningu (efst í hægra horni) og notar rafræn skilríki eða íslykil.

Þegar innskráningu er lokið velur þú ,,FERÐAÁVÍSUN´´ og ,,Kaupa ferðaávísun´´. Þar inni getur þú síðan skoðað úrvalið og keypt ferðaávísun með því að smella á þrjú strik efst í vinstra horni.

ATHUGIÐ! Nauðsynlegt er að kanna hvort það séu laus herbergi á réttum tíma og réttum stað og bóka gistingu.

Samband stjórnendafélaga getur ekki ábyrgst að gistirými sé laust þegar félagsmaður hyggst nota ávísunina. Handhafi ávísunar þarf sjálfur að bóka herbergi og gangast undir bókunarskilmála hvers samstarfsaðila. Komi upp ágreiningur vegna veittrar þjónustu skal beina því erindi til viðkomandi samstarfaðila. Seljandi ferðaávísunar ábyrgist ekki gæði þjónustu samstarfsaðilanna.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn við Ríkissjóð lauk föstudaginn 29 maí. Alls voru 61 félagsmenn á kjörskrá. Af þeim tóku 54,1% afstöðu til kjarasamningsins.

Kjarasamningurinn er því samþykktur af hálfu félagsins.

 Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna þá viljum við minna félagsmenn okkar á að nýta og nota Heimasíðu STF https://www.stf.is/ eða hafa samband í síma 553 5040 (símatími er frá kl. 09:00 – 15:00.) til að eiga samskipti við skrifstofu Samband stjórnendafélaga.

Starfsfólkið biður félagsmenn að virða þær leiðbeiningar sem er að finna á

Ítarlegar upplýsingar um COVID-19 er að finna á vef landlæknis

Áhættumat og forvarnir vinnustaða vegna COVID-19 smithættu - Leiðbeiningar Vinnueftirlitsins

COVID-19 Handþvottur

Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.