UM STF

Hlutverk STF

10
apríl

Hlutverk STF

Samband stjórnendafélaga eru hagsmunasamtök verk- og stjórnenda sem fer með samningsrétt fyrir verk- og stjórnendafélaganna. Starfsemi Sambandsins er fólgin  í þjónusta fyrir öll 11 aðildafélögin. STF rekur þriðja öflugasta sjúkrasjóð landsins, en markmið sjóðsins er að greiða bætur til verk- og stjórnenda í veikinda og slysatilfellum og býður sjóðurinn félagsmönnum í mörgum tilfellum meiri réttindi, en sambærilegir sjóðir annarra félga.

Menntunarsjóður STF og SA veitir alls kyns námsstyrki. Tilgangur sjóðsins er að styrkja verk- og stjórnendafélög innan STF til náms og  námskeiðahalds fyrir félga sína sem og að styrkja félagsmenn og fyrirtæki innan aðildarfélaga STF til að sækja nám sem eflir þá í leikni, hæfni og þekkingu og gerir hæfari til stjórnunarstarfa.

Sambandið heldur utan um allar þær greiðslur sem koma frá atvinnurekendum. Skrifstofan heldur utan um allar skilagreinar, kjarasamninga, tekur á móti umsóknum í sjúkrasjóð og endurmenntunarstjóð ásamt því að afgreiða þær samkvæmt reglugerðum Sambandsins.

 
Á þessu vefsvæði eru notaðar vafrakökur til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda.