Hér fyrir neðan má finna umsóknareyðublöð í sjúkrasjóð. Mögulegt er að fylla þau út í tölvunni, prenta út, undirrita og senda til félagsins ásamt viðeigandi gögnum. Hægt er að skanna undirritaða umsókn og senda með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig má póstleggja umsóknina. Það er mikilvægt að allar upplýsingar séu rétt upp gefnar þar sem rangar upplýsingar geta varðað bótamissi. Til þess að umsóknir geti verið afgreiddar sem fyrst er nauðsynlegt að allar upplýsingar sem beðið er um á eyðublaðinu og viðeigandi gögn fylgi umsókn. Umsóknir skulu berast fyrir 20. hvers mánaðar en greiðsludagur úr sjúkrasjóði er síðasta virka dag mánaðar. Athugið að ekki er tekið við reikningum og kvittunum sem eru eldri en 6 mánaða og kennitala og nafn félagsmanns þarf að koma fram á viðeigandi reikningum. Mikilvægt er að kvittun og reikningar séu með dagsetningu og stimpli/merki viðkomandi fyrirtækis. ATH: Greiðslutilkynningar eru sendar á netfang umsækjenda.